We have don’t have puppies at the moment, for more information contact me through email himnakennel(at)gmail.com
Hefur þú áhuga á hvolpi frá okkur? Þegar þú hefur samband sendu endilega greinagóða kynningu á þér og þínum högum, reynslu þinni af hundum. Segðu aðeins frá hverju þú ert að leita eftir í hvolpinum og þar sem við erum að rækta 3 tegundir þá er mjög gott að taka fram hvaða tegund það er sem þú hefur áhuga á. Ef þú hefur verið í sambandi við okkur áður þá máttu endilega taka það fram þar sem við fáum mikið af fyrirspurnum og stundum getur verið erfitt að muna eftir öllum. Það er einning ástæðan fyrir að við notum ekki biðlista sem og vegna þess að það er mjög erfitt að vita hvað fæðist í hverju goti og hvað kemur til með að verða til sölu. Þess vegna er um að gera að fylgjast með okkur, ef þið hafið samband verið þolinmóð, það getur stundum tekið tíma fyrir okkur að svara. Við leggjum mikin metnað í okkar ræktun og okkur er mikið í mun að velja besta heimilið fyrir hvern hvolp.